Innbrotsþjófur um miðja nótt

Hann braust reyndar ekki inn, heldur hafði lykil að útidyrunum. Þrusk heyrðist úr kjallarnum um eittleytið og spúsinn ákvað að það væri undarlegur tími fyrir einstæðu móðurina á efri hæðinni að vera að sýsla í geymslunni. Lagði við hlustir en þegar útihurðinni var skellt stökk spúsinn á fætur og greip þjófinn glóðvolgan fyrir utan hús. Spurði um deili á manninum. Hann kvaðst vera frændi konunnar uppi og gaf upp fullt nafn á sér þegar krafinn um það. Spúsinn herjaði frekar að manninum með spurningum og var hann frekar sannfærandi. Lagði heldur ekki á flótta, en hafði þó skilið eftir ljós í geymslunni hjá konunni sem var heldur undarlegt. Spúsinn velti því fyrir sér hvort hann ætti að vekja upp einstæðu móðurina til að fá staðfestingu á skyldleika mannsins. Spurði hann aftur að nafni. Fékk uppgefið fullt nafn aftur, sem var það sama og hann hafði gefið upp áður, og var sleppt úr "haldi".

Daginn eftir þegar spurð út í næturheimsókn frændans kom einstæða móðirin af fjöllum. Kannaðist hvorki við nafnið né lýsingu á manninum. Og við nánari eftirgrennslan í geymslunni sá hún að rótað hafði verið í kössum og pokum þar. Gat þó ekki séð hvort eitthvað hefði verið tekið, engum verðmætum þar að skipta hvort eð var.

Þetta er hið undarlegasta mál, og íbúar hússins íhuga nú lögreglurannsókn. Það verður í það minnsta skipt um lás í dag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Hva, bara komin í krimm-ið líka!? Aldrei tekst mér að láta stela frá mér. Öllu sem hefur verið stolið frá mér finn ég alltaf aftur einn daginn. Annars eru 9 hundar líklega ágætis þjófavörn. Mæli með því.

gerður rósa gunnarsdóttir, 4.12.2006 kl. 11:54

2 Smámynd: Anný Aðalsteinsdóttir

Það er greinilega ekki eftirsótt þýfi á þínum bæ. Reyndar var veskinu mínu einu sinni stolið og ökuskírteninu svo skilað til mín í pósti. Þjófinum hefur líklega ekki líkað útlitið á fórnarlambi sínu...

Anný Aðalsteinsdóttir, 4.12.2006 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband