Mig grunar...

...að vanti smá húmor í Ástralana. Hef samt ekkert meira fyrir mér í því.

Annars er brjálaður hiti hérna núna og varla rólfært á götum úti. Skýin og skúrirnir sem húkt hafa yfir okkur síðustu daga og vikur hafa ákveðið að yfirgefa svæðið, og hér erum við nú berskjölduð sólinni í allri sinni dýrð. Vifturnar allar á fullu og loftkælingin í óhófi þessa dagana.

Höfum það annars voða gott og höfum notað tækifærið til þess að fá smá lit. Orðið ansi mikið að gera í skólanum hjá okkur Brá, en við fórum í eitt miðannarpróf í síðustu viku og förum í annað næsta miðvikudag. Mikið að gerast í verkefnavinnu, en við erum eins og er að gera markaðsrannsókn fyrir veitingastað hér í nágrenninu fyrir kúrs um Markaðsrannsóknir og greiningu. Einnig erum við að vinna að verkefni með nokkrum kennurum í skólanum sem snýst um að afla upplýsinga frá International nemendum við skólann, gera athugun á því hvernig þeir upplifa námið hér og hverju er ábótavant. Eigum eftir að stýra rýnihópum og í lokin útbúa video presentation. Voðalega skemmtilegt! (og á eftir að lúkka vel á CV-inu)

Einnig erum við búnar að vera að spá í BS ritgerðinni sem við áætlum að skrifa í sumar (vetur hér), en hún kemur að öllum líkindum til með að taka á þremur sviðum innan viðskiptafræðinnar; Starfsmannasviði, Alþjóðasviði og Samningatækni. Mjög svo spennandi efni, en við eigum eftir að fínpússa aðeins objectivin og grindina áður en við hefjumst handa.

Gunni er ennþá að bíða eftir atvinnuleyfinu, en það er víst alveg bilað að gera hjá immigration um þessar mundir. Þeir segja þó að það verði afgreitt í síðasta lagi í byrjun mars. Á meðan notast hann við hina frábæru hnattvæðingu og hringir út til íslenskra viðskiptavina fyrir fyrirtæki heima. Hann er ennþá að bíða eftir tölvunni sinni (já Samskip klúðraði heldur betur sendingunni okkar), svo hann gengur hér um eins og særður grís að reyna að svala sköpunarþörfinni, sást til hans hér á dögunum með blað og blýant í hönd vongóður um að geta svalað þeirri þörf með öðrum hætti (þar til hann ákvað að hann væri nú enginn myndlistarmaður). Hausinn orðinn uppfullur af tónlist sem hann verður að koma frá sér. En tölvan er semsagt áætluð til landsins eftir rúmar 2 vikur núna, og Gunni er farinn að telja niður.

Af börnunum er allt gott að frétta; Sara blómstrar á leikskólanum og Birta og Arnór halda áfram að læra á ensku. Arnór er kominn ansi langt í stafrófinu og kominn með helling af orðaforða (alveg ótrúlega fljótur að pikka upp alla hluti hérna). Þau eiga vinkonu hérna í götunni sem heitir Cristine og er ósjaldan hérna hjá okkur ásamt því að mamma hennar hún Mary kíkir reglulega í kaffi (hún er frá Nýja Sjálandi en hefur búið hér í Ástralíu í mörg ár). Sara er eins og litla systir þeirra hér; lítur upp til Arnórs sem segir henni til, og sér oft ekki sólina fyrir henni Birtu sinni sem gætir hennar af kostgæfni. Birta vinnur sér líka inn vasapening með því að gæta snúllunnar 2-3 tíma á viku, og finnst það nú alls ekki leiðinlegt. Þau eru bara öll svo rosalega dugleg hérna í útlandinu!

 

Látum þetta duga í bili, biðjum  að heilsa ykkur öllum!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur.  Við gætum alveg þegið smá af þessum hita hjá ykkur, hér er snjór og frost, en fallegt veður.  Frábært að Saran mín skuli blómstra þarna úti hjá ykkur, amma saknar hennar.  Haldið áfram að blogga, gaman að fá að fylgjast með ykkur.  Vonandi að úr fari að rætast með vinnu hjá Gunna.  Gangi ykkur vel.

amma Hanna

Hanna Lilja (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:53

2 identicon

Hæ hæ

Frábært að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur - þið rúllið þessu öllu saman upp! Sara litla er sko örugglega ekki svikin af því að hafa hana Birtu fyrir stórusystir - hún er svo dugleg og góð stelpa. Okkur hlakkar líka mikið til að hitta hann Arnór og ræða við hann á ensku - hehe. Risaknús til ykkar frá okkur í Danaveldi.

Anna Lára (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 10:58

3 identicon

Halló !

Jæja það kom loks að því að þú skelltir nokkrum línum hérna inn fyrir okkur í kuldanum. Já það mikið gaman að heyra hvernig gengur hjá ykkur hetjunum mínum.  Hakka til að sjá og heyra meira.

Knúsí knús, Gófý

Guffa (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband