Sól og sumar takk!

Við erum flutt! Í annan bæ, í annað land, í aðra heimsálfu, og já hinum megin á hnöttinn.

Þrír fullorðnir ásamt þremur börnum þeirra ákváðu seint á síðasta ári að leggja nokkur lönd undir fót og flýja aukin veturharðindi á Íslandi, til Ástralíu.

Kvöddum Ísland á síðasta degi ársins 2007 og lentum í Brisbane að morgni 2. janúar eftir tveggja daga ferðalag (þetta er víst ekki alveg eins og að skreppa til Köben), og komum inn í mitt sumarið. Ferðalagið gekk alveg ótrúlega vel enda flugum við með alveg frábæru flugfélagi – Singapore Airlines. Það kom í ljós að hagkvæmasti ferðamátinn fyrir svona stórfjölskyldu og tilheyrandi farangur (sem hefur nú stóraukist í verðmæti sökum hárra yfirvigtstolla í London) var að taka limmósínu frá flugvellinum, svo ein slík var kölluð til sem keyrði okkur að áfangastað á Gold Coast.

Fyrstu vikurnar hér hafa einkennst af sumarfrísfílingi, enda voru krakkarnir í fríi frá skólum og leikskólum þar til nú í vikunni. Strandirnar sem eru í strætófjarlægð hafa verið heimsóttar allnokkru sinnum og ýmsir skemmtigarðar sem eru ófáir hér á þessu svæði; dýragarðar, vatnagarðar, Sea World...

Húsið okkar sem stendur á öryggisgirtu raðhúsakomplexi við rætur Bond háskólakampusins hefur allan þann útbúnað sem hægt er að hugsa sér, en hér er flottur sundlaugagarður með jaccuzi, sauna, gym, grillsvæði og afþreyingarherbergi. Svo ófáum stundum hefur einnig verið varið hér í garðinum í sól og sumaryl, þó svo að eitthvað hafi einnig verið um rigningar.

Á þessari önn sem nær fram í apríl erum við Brá í þremur fögum sem eru hvert öðru skemmtilegra, en við stöndum í hörðum samningaviðræðum í hverri viku, tileinkum okkur cross culture management og undirbúum markaðsrannsóknir. Mjög fínir kúrsar með afbragskennurum, sem hverjir um sig hafa víðtæka og alþjóðlega reynslu á sínum sviðum. Síðan skólinn byrjaði hjá okkur Brá hefur Gunni gengið með nafnbótina „au-pairinn“, enda hefur hann litið eftir krakkaskaranum á meðan við höfum sótt tíma.

Litla skottan okkar hún Sara Björt hóf leikskólagönguna um miðjan janúar á aðlögun einu sinni í viku en frá og með síðustu viku verður hún á leikskólanum fjóra daga í viku. Rosa fínn leikskóli (ABC Learning Center) með alveg frábæru starfsfólki.

Vikan var einnig viðburðarík hjá börnunum hennar Bráar en á miðvikudaginn var bið þeirra eftir að skólinn byrjaði á enda. Birta er hér í 5. bekk og Arnór í 1. bekk. Birta safnaði að sér vinkonum á fyrsta degi og bekkjafélagar hennar kepptust um að segja hverjum kennaranum eftir öðrum að hún væri frá Íslandi og héti „Berta“. Kennarinn hans Arnórs útbjó handa honum samskiptabók með myndum til að notast við þar til hann hefur náð betra valdi á enskunni. Hann er þó alveg ótrúlega duglegur að læra tungumálið og pikkar upp hvert orðið á fætur öðru, og kveður strætóbílstjórann með handabandi og „see-ya“. Birta hefur verið örlítið feimin við að tala enskuna en er nú orðin ólmari í að læra meira.

Við Gunni skiptumst á að fara með Brá og krökkunum í skólann fyrstu tvo dagana en á þriðja degi fannst Birtu kominn tími til að þau færu fylgdarlaus. Við biðum því öll eftir þeim í strætóskýlinu hérna fyrir utan að loknum skóladegi í gær þegar þau komu heim með skólabílnum ein síns liðs!

Allt er semsagt að falla í rútínu hérna hjá okkur í Oz og við hlökkum til að eyða árinu 2008 hér. Staðurinn er frábær og fólk alveg yndislegt og vinalegt. Samgöngur hér eru mjög fínar en við komumst allra okkar leiða með strætó. Hér er allt frekar afslappað en regluverk er þó mjög mikið og mun meira en þekkist á Íslandi.

Látum þetta duga í bili, en verðum með reglulegt „update“ hér af lífinu í Ástralíu.

Njótið vel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvittt - fyrir mig. Frábært að geta fylgst með ykkur hér og fengið fréttir af ykkur.

Kær kveðja ALP

Anna Lára (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 12:14

2 identicon

Hæ krakkar Rosa gaman að lesa hvað er að ske hjá ykkur..verið þið dugleg að skrifa -Kannski kemur mar í heimsókn í haust- Gangi ykkur vel

Helga Finnsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 12:50

3 identicon

LOKSINS LOKSINS!!!! Blogg frá Anný í öðru landi, þekki þig betur þannig stelpa :) En hvernig er það, er ekki allt morandi í pödduviðbjóð af annarri gráðu þarna úti í Ástralíu?? Ég er við það að gliðna á límingunum hérna í Alabama þar sem nú er að hitna og þú veist hvað ég er hrædd við skordýr! Hlakka til að lesa þig sæta, bið að heilsa Gunns og lillumús.

Kv krumms

Hrafnhildur Krummastelpa (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 04:12

4 identicon

Hæ Anný og Gunni,

ég mun fylgjast með ykkur :) og öfunda ykkur úr fjarlægð. Ótrúlega spennandi allt saman.

Inga (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:48

5 identicon

Hæ hæ Anný Ástralía, Gunni, Brá og Birta, Arnór og Sara Björt :)

Gaman að þú skulir alltaf vera svona dugleg að blogga!! hahahaha Frábært að geta fylgst enn betur með ykkur hér, allt í orden með ykkar mál hér hjá Steinunni skrifstofustjóra hjá "Anný Ltd.& co." Ég kem í sumar!!!

knús og kossar

Steinunn og Tinna Björk

Steinunn Hall (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 08:31

6 identicon

Hæ aftur Anný. Það verður gaman að fylgjast með ykkur hér á blogginu. Settu fullt af myndum af ykkur á Barnaland eða sendu mér í tölvupósti. Kær kveðja til allra. Erla frænka.

Erla Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband